| | |

Magnea nýr starfsmaður ATVEST

Magnea Garðarsdóttir
Magnea Garðarsdóttir

Magnea Garðarsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri til Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða á Ísafirði. Magnea er ferðamálafræðingur frá Háskólanum á Hólum. Hún hefur reynslu af ferðaþjónustu í gegnum fyrri störf, til dæmis hjá Hótel Sögu og hjá Bílaleigu Akureyrar þar sem hún starfaði í rúm 10 ár. 

 Magnea var valin úr hópi 8 umsækjenda. Við hjá ATVEST bjóðum hana velkomna í hópinn.