| | |

Lay Low á PopKomm

Staðfest hefur verið að íslenska tónlistarkonan LayLow muni koma fram á PopKomm ( www.popkomm.de ) 19. - 21. september nk. Hátíðin er ein af mikilvægustu kaupstefnum tónlistarbransans í Evrópu en hún samanstendur bæði af sýningu og lifandi flutningi. PopKomm nýtist þeim sem vilja gera viðskipti í Þýskalandi og Evrópu eða treysta í sessi þau sambönd sem þegar eru í deiglunni. PopKomm er fyrir allar tónlistarstefnur en umsóknarfrestur til að sækja um að spila á hátíðinni rennur út þriðjudaginn 15. maí. Allar umsóknir þurfa að fara í gegnum netið en frekari útskýringar á umsóknarferlinu er að finna á www.popkomm.com/festival 

Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar hyggst standa fyrir þjóðarbás á PopKomm og er það í fyrsta skipti sem Íslendingar verða með bás á sýningunni. Mjög vel heppnuð blaðamannaferð á Aldrei fór ég suður leiddi af sér heilsíðugrein í Musik Wocke sem er aðalviðskiptatímarit tónlistariðnaðarins í Þýskalandi. Ritstjóri tímaritsins hefur jafnframt ákveðið að gera 4-5 blaðsíðna ítarlega umfjöllun um íslenskt tónlistarlíf sem birt verður tveimur vikum fyrir PopKomm og ætti því að nýtast vel þeim sem taka þátt í hátíðinni.

Þátttökugjald fyrir hvert fyrirtæki eða einstakling sem ákveður að skrá sig á PopKomm hátíðina í gegnum ÚTÓN er 25.000 krónur ef gengið er frá skráningu fyrir 15. júní nk.

Frekari upplýsingar veitir Anna Hildur í símum 8244371 eða +44 780 1161718 eða á tölvupósti anna@icelandicmusicwww.popkomm.de/