| | |

Lánatryggingasjóður kvenna auglýsir

Atvinnumálasjóður úthlutar tvenns konar stuðningi. Næsta úthlutun styrkja til atvinnumála kvenna verður að vori 2017. Opnað verður fyrir umsóknir í styrki í janúar 2017.

N'una er auglýstur umsóknarfrestur um lánatryggingar og er opið fyrir umsóknir til og með 7.nóvember næstkomandi.

Svanni veitir ábyrgðartryggingar til fyrirtækja í eigu kvenna en sjóðurinn á í samstarfi við Landsbankann um lánafyrirgreiðslu. Eingöngu fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta sótt um tryggingu. Gerð er krafa um að verkefnð leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna. Til er myndbandskynning um sjóðinn. 

Unnt er að sækja um ábyrgð vegna eftirtalinna þátta:
• Markaðskostnaðar
• Vöruþróunar
• Nýrra leiða í framleiðslu eða framsetningu vöru/þjónustu.

Lán skulu að jafnaði ekki fara yfir 10 milljónir króna.

Með umsókn skal skila eftirfarandi gögnum:
• Viðskiptaáætlun
• Fjárhagsáætlun
• Endurgreiðsluáætlun
• Staðfestingu á eignarhaldi fyrirtækis


Allar nánari upplýsingar auk umsóknareyðublaðs má finna á heimasíðu verkefnisins Svanna og er umsóknarfrestur til og með 7.nóvember næstkomandi. Mögulegt er að sækja um lán og lánatrygginu árið um kring en úthlutanir eru að hausti og að vori.


Nánari upplýsingar veitir starfsmaður verkefnisins í síma 531-7080 eða í netfangið asdis.gudmundsdottir(hjá)vmst.is