| | |

Kynningarfundur um Atvinnumál kvenna. Hefur þú hugmynd í kollinum ?

 

Nú hafa styrkir til atvinnumála kvenna, er Félags- og tryggingamálaráðherra úthlutar, verið auglýstir lausir til umsóknar. Að þessu sinni eru 30 milljónir til úthlutunar og er frestur til að sækja um styrk til 7.febrúar.
Að þessu sinni gefst þeim konum, sem eru atvinnulausar og hafa sótt um þróun eigin viðskiptahugmyndar eða hafa hug á því, tækifæri til að sækja um styrk.
Kynningarfundur um styrkmöguleikana og þróun eigin viðskiptahugmyndar verður haldinn í húsnæði Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði, þann 29.janúar kl.09.00-11.00.

Fundurinn er haldinn í fjarfundabúnaði á fjórum stöðum á landinu.
 
Dagskrá:
Kynning á styrkjum til atvinnumála kvenna – Ásdís Guðmundsdóttir
Kynning á þróun eigin viðskiptahugmyndar – Vinnumálastofnun Norðurlands eystra
Örnámskeið í gerð umsókna – Ásdís Guðmundsdóttir
Kynning á þjónustu Impru – Arna Lára Jónsdóttir
Kynning á þjónustu Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða - Ásgerður Þorleifsdóttir
 
Allar konur velkomnar!