| | |

Kynningarfundur á styrkum til atvinnumála kvenna n.k. föstudag 7. febrúar

Ertu kona með hugmynd? Hefur þú góða viðskiptahugmynd? Rekur þú fyrirtæki og vilt þróa nýja vöru eða þjónustu?

Kynningarfundur verður á styrkum til atvinnumála kvenna n.k. föstudag 7. febrúar í vísindaporti Háskólaseturs (Suðurgötu 2-4 - Vestrahús, Ísafirði) kl 12-13.

Ásdís Guðmundsdóttir ráðgjafi í atvinnumálum kvenna hjá Vinnumálastofnun mun kynna styrki og lánamöguleika fyrir kvenfrumkvöðla o.fl.

Æskilegt er að þátttakendur skrái sig á fundinn á netfangið vestfirdir@vmst.is eða á asdis.gudmundsdottir@vmst.is

Sjá nánar meðfylgjandi auglýsingu.