| | |

Krásir - Matur úr Héraði

Atvest vill vekja sérstaka athygli á þróunarverkefninu Krásir – matur úr héraði, sem Impra á Nýsköpunarmiðstöð er að fara af stað með.
Tilgangur verkefnisins er að styrkja þróun í svæðisbundinni matargerð og efla ferðaþjónustu með því að framleiða og selja matvörur sem byggja á hráefni, sögu og þekkingu á ákveðnum svæðum. Markmið verkefnisins er margþætt en þar má nefna:


• Að auka framboð á matvörum sem hafa sterka skírskotun til svæðis eða sögu og menningar á viðkomandi svæði.
• Að koma nýrri vöru á markað.
• Að vinna að faglegum úrlausnum við þróun á viðkomandi vöru.
• Að verkefnin skili fyrirtækjunum það miklum ávinningi að kostnaðurinn við vöruþróunina skili sér til baka innan 2 - 3 ára frá því að sala hefst.
• Að auka þekkingu á þróun, framleiðslu og markaðssetningu.
• Að auka og efla samstarf milli fyrirtækja í ferðaþjónustu og maltvælaframleiðslu
Þeir, sem taka þátt í verkefninu taka þátt í fræðslu um í þróun, vinnslu og meðferð matvæla og fá auk þess fjárhagslegan og faglegan stuðning við þróun á nýjum afurðum. Með verkefninu er verið að auka þekkingu á gæðum og faglegri vinnu við þróun nýjum matvörum.
Umsóknarfrestur er til og með 12 janúar.


Atvest vill benda á að hafi einstaklingar og fyrirtæki áhuga á að kynnast verkefninu nánar eða fá aðstoð við umsóknarferli þá eru starfsmenn okkar á Hólmavík, Patreksfirði og Ísafirði til þjónustu reiðubúinir!