| | |

Jólasýning Handverks og hönnunar 2007

Sýning á handverki, listiðnaði og hönnun 8. til 23.des 2007

Handverk og hönnun stendur fyrir sýningu á handverki, listiðnaði og hönnun á aðventunni. Þetta verður í áttunda sinn sem HANDVERK OG HÖNNUN heldur sýningu af þessu tagi. Sýningin verður haldin á 1. hæð í Aðalstræti 10 (Fógetastofunum). Áætlað er að sýningin opni í byrjun desember og gert er ráð fyrir sýningarmunirnir geti verið til sölu og afhendingar í sýningarlok.

Umsóknir um þátttöku þurfa að berast í síðasta lagi 2. nóvember 2007.

Valið verður inn á sýninguna. Gert er ráð fyrir að niðurstaða valnefndar liggi fyrir viku síðar eða 9. nóvember. Þátttökugjald er kr. 7.500.-

Eftirfarandi verður að fylgja umsókn:


1) Sýnishorn eða góðar ljósmyndir af söluvöru.

2) Upplýsingar um hráefni, stærð og verð.


Allar nánari upplýsingar á skrifstofu HANDVERKS OG HÖNNUNAR sem er opin mánud. – föstud. frá kl. 9.00- 16.00.

Sendið umsóknir til: HANDVERK OG HÖNNUN ? Pósthólf 1556 ? 121 Reykjavík eða afhendið í Aðalstræti 10, 2.hæð.