| | |

Íbúakönnun

Í þessari íbúakönnun var reynt að fá fram skoðanir íbúa á þjónustu sveitarfélaganna. Hvað gæti farið betur og hvar tekst vel til. Það var Dr Vífill Karlsson með aðstoð frá Háskólanum á Akureyri sem sá um framkvæmd könnunarinnar en hann starfar fyrir samtök sveitarfélaganna á Vesturlandi. Tekið var eftir því hve þátttakan var góð miðað við önnur svæði landsins. En það var þó einkum fólkið á Norðvestursvæðinu sem svaraði kallinu. Á næstunni verður gerð grein fyrir niðurstöðunum. Þær geta nýst vel næstkomandi sveitarstjórnum til að taka á því sem betur mætti fara.