| | |

Gulleggið 2009 - Frumkvöðlakeppni Innovit

Gulleggið 2009 - Skráning í Frumkvöðlakeppni Innovit er hafin!

Innovit stendur nú fyrir keppninni um Gulleggið í annað sinn. Allir nemendur við íslenska háskóla og þeir sem útskrifast hafa undanfarin fimm ár hafa þátttökurétt í keppninni sem er haldin að fyrirmynd samskonar keppni við MIT háskóla í Bandaríkjunum og sambærilegra keppna á Norðurlöndunum.

Frumkvöðlakeppni Innovit er fyrst og fremst tækifæri fyrir háskólamenntaða frumkvöðla til að öðlast reynslu, þekkingu og tengslanet til að koma sínum hugmyndum á framfæri og vinna að stofnun nýrra og öflugra fyrirtækja á Íslandi.

I. Hluti: Skráning og 1-2 blaðsíðna ágripi um viðskiptahugmynd er skilað inn. Skilafrestur: 21. Janúar 2009

II. Hluti: Fullmótaðri viðskiptaáætlun er skilað inn. Skilafrestur: 8. Mars. 2009

III. Hluti: Rýnihópur sérfræðinga velur 10 bestu viðskiptaáætlanirnar að því gefnu að þær standist gæðakröfur Innovit. Þátttakendur kynna þær fyrir dómnefnd og fjárfestum. Kynningar fara fram 21. mars 2009.

Heildarverðmæti vinninga er 4.200.000 kr.

Frumkvöðlakeppni Innovit er samstarfsverkefni öflugra íslenskra fyrirtækja og háskóla sem í sameiningu leggja sitt af mörkum til uppbyggingar íslensks atvinnulífs til framtíðar og miðla af reynslu og þekkingu sinni til næstu kynslóðar stjórnenda í fyrirtækjum á Íslandi. Við þökkum kærlega fyrir ómetanlegan stuðnings til uppbyggingar atvinnulífs og nýrra tækifæra á Íslandi.

Nánari upplýsingar á www.innovit.is