| | |

Gögn frá auka Fjórðungsþingi

Auka Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið föstudaginn 25. nóvember s.l., samþykkti tillögu um sameiningu starfsemi stofnana stoðkerfis atvinnu og byggða á Vestfjörðum. Sameiningin tekur til Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Markaðsstofu Vestfjarða, Vaxtarsamnings Vestfjarða og Menningarráðs Vestfjarða ásamt Fjórðungssambandi Vestfirðinga.

Markmiðið með sameiningunni er að efla starfsemina og samvinnu þeirra öflugu starfsmanna sem nú starfa hjá ólíkum stofnunum. Þannig verður til öflugri stofnun sem betur getur sinnt núverandi verkefnum auk þess að vera betur í stakk búin til að taka að sér stærri verkefni. Sú þjónusta sem veitt hefur verið einstaklingum og fyrirtækjum verður áfram í boði, en markmiðið er að bæta og efla þá þjónustu.

 

Öll gögn frá þinginu er hægt að nálgast hér:

 

 

Þinggerð - Aukaþing 2011

 

Þingskjal nr. 1 - Dagskrá

Þingskjal nr. 2 - Atkvæðavægi

Þingskjal nr. 3 - Ræða formanns

Þingskjal nr. 4 - Tillaga starfshóps

Þingskjal nr. 5 - Tillaga Ferðamálasamtaka Vestfjarða

Þingskjal nr. 6 - Breytingartillaga nr. 1

Þingskjal nr. 7 - Breytingartillaga nr. 2

Þingskjal nr. 8 - Breytingartillaga nr. 3

Þingskjal nr. 9 - Tillaga Atkvenna

 

Samþykkt tillaga