| | |

Gagnagrunnur AtVest

 

Það er mikilvægt að þekkja sem best skoðanir og væntingar íbúa og gefa sem flestum kost á að hafa áhrif á þróun hugmynda til framfara. Þess vegna hefur Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hafið vinnu við að undirbúa íbúakannanir meðal íbúa á Vestfjörðum. Þessum könnunum er ætlað að varpa betra ljósi á viðhorf íbúa svæðisins til ýmissa þátta sem varða búsetuskilyrði og annarra þátta sem efst eru á baugi hverju sinni.

 

Engum ber skyldi til að taka þátt í þessum rannsóknum, en með því að skrá nafn og netfang í gagnagrunn Atvinnuþróunarfélagsins leggur þú þitt lóð á vogarskálarnar að gefa skýrari mynd af stöðu íbúa á Vestfjörðum og hvernig hægt er að nýta þær niðurstöður til að marka vegin frammávið.

Við framkvæmd rannsóknanna er farið að ákvæðum laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga (nr. 77/2000) og tryggt að ekki verði á nokkurn hátt unnt að rekja niðurstöður til einstakra þátttakanda. Alltaf verður hægt að afskrá sig af netfangalistanum ef þess er óskað.

 

Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Snorradóttir, verkefnisstjóri í síma 450 3000 og verkefni2@atvest.is

 

*Dregið verður úr þeim netföngum sem svara rannsókninni. Eftir það verður hægt að skrá sig af póstlistanum. 

 

 Skráning í gagnagrunninn