| | |

Fundur á vegum SA um stöðu atvinnumála og vinnumarkaðinn á Hótel Ísafirði

Samtök atvinnulífsins efna til opinna funda á landsbyggðinni um stöðu atvinnumála og vinnumarkaðinn dagana 9.-12. nóvember.

Vilmundur Jósefsson, formaður SA og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA munu ræða um stöðuna í atvinnulífinu, komandi kjarasamninga og svara fyrirspurnum.


Stjórnendur og forsvarsmenn fyrirtækja, stórra sem smárra, eru hvattir til að mæta og taka þátt ásamt öllu áhugafólki um uppbyggingu atvinnulífsins.


Fundurinn á Ísafirði fer fram í hádeginu þriðjudaginn 9. nóvember á Hótel Ísafirði og hefst kl 12.00.  Boðið verður upp á léttan hádegisverð.


Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.