| | |

Fundur um stöðu gagnaflutnings.

Vaxtarsamningur Vestfjarða, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Fjórðungssamband Vestfirðinga standa fyrir opnum fundi um fjarskiptamál, nánar tiltekið um stöðu gagnaflutningsöryggis n.k. 6. Mars 2008 kl 20.00. Fundurinn verður haldin í sal Þróunarseturs Vestfjarða.

Umræðuefni fundarins er staða gagnaflutnings á Vestfjörðum og leiðir til úrbóta.

Björn Davíðsson verður með framsögu á fundinum. Pallborðsumræður verða strax í kjölfar fundarins og í pallborði munu sitja:

Björn Davíðsson - Snerpa
Hallgrímur Magnús Sigurjónsson – Glitni á Ísafirði
Svavar Guðmundsson – Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði
Lárus Valdimarsson – Netheimar
Valtýr Gíslason - Ísafjarðarbær

Markmiðið er að ná saman hugmyndum og samstöðu um leiðir til úrbóta í þessum hluta fjarskiptamála. Áætlað er að sú samantekt verði svo lögð fyrir Samgöngunefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga sem vinni áfram með málið.

Fundurinn er opinn og ætlaður öllum þeim sem hafa atvinnu eða almennan áhuga á stöðu fjarskipta mála. Það er sérstaklega brýnt fyrir þá sem hafa mikla hagsmuni (stórnotendur)að gæta varðandi stöðu fjarskiptamála að koma á fundinn.

Vinsamlegast skráið ykkur á fundinn hjá Margréti Birkisdóttur hjá Þróunarsetri Vestfjarða í síma 450-3003 eða með tölvupósti á thsetur@snerpa.is.