| | |

Fundur Ísafirði 25. nóvember um Nýtingaráætlun strandsvæða.

 
 
Fjórði fundur um nýtingaráætun fyrir strandsvæði Vestfjarða, verður haldinn á Ísafirði nú á miðvikudag 25. nóvember kl 20.00 í fundarsal Þróunarseturs Vestfjarða, Árnagötu 2-4, Ísafirði.  Fyrri fundir á Drangsnesi, Reykhólum og Patreksfirði gengu vel fyrir sig og víðtækar upplýsingar komu um nýtingu strandsvæðisins.  Fundir þessir eru öllum opnir en þar gefst færi á að kynnast þessu verkefni auk þess að taka þátt í vinnu um skáningu á nýtingu strandsvæðisins við Vestfirði.