| | |

Fuglaskoðun á Íslandi

Útflutningsráð Íslands hefur verið að vinna verkefni sem miðar að samvinnu ferðaþjónustuaðila um að móta ákveðna sameiginlega heildarsýn um hvernig efla megi hlut fuglaskoðara í flóru ferðamanna sem koma til landsins.

Úflutningsráð fékk til liðs við sig Connie Lovel ráðgjafa sem er Vestfirðingum góðum kunn en hún kom hingað árið 2007 á vegum Vaxtarsamnings Vestfjarða. Connie hefur góða reynslu af ferðamálum, auk þess að hafa tekið þátt í uppbyggingu á svipuðu verkefni á Falklandseyjum. Í september síðastliðnum heimsótti hún 14 staði á Íslandi sem huga að uppbyggingu í fuglaskoðun og tengdri starfsemi.

Þann 9. janúar n.k verður fundur á Hótel Sögu þar sem kynnar verða niðurstöður þessara ferðar og farið yfir möguleika Íslands hvað varðar fuglaskoðun. Öllum þeim sem hafa áhuga á uppbyggingu fuglaskoðunar á Íslandi er boðið á þennan fund og hefst hann kl 09.00

Mikilvægt er að ská sig á fundinn og fer skráning fram í síma 511 4000 eða á netfangið bjorn@utflutningsrad.is