| | |

Frumkvöðlasetur á Ísafirði

Eyrin - viðskiptasetur á Ísafirði verður opnað þann 6.mars 2009 í Vestrahúsinu á Ísafirði.

Eyrin veitir einstaklingum aðstöðu og umgjörð til að vinna að viðskiptahugmyndum á öllum sviðum.

 - Skrifstofuaðstaða með innréttingum
 - Aðgangur að fundarherbergjum
 - Fagleg handleiðsla sérfræðinga Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða
 - Skapandi umhverfi og öflugt tengslanet einstaklinga og fyrirtækja


Umsóknarfrestur er til og með 16. ferbrúar 2009.

Umsóknareyðublað

Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands stendur að Eyrinni í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Háskólasetur Vestfjarða og Vinnumarkaðsráðs Vestfjarða með stuðning frá Vaxtarsamningi Vestfjarða og Pennans.

Hægt er að senda inn fyrirspurn á netföngin arnalara[hja]nmi.is og sirry[hja]nmi.is