| | |

Frestun og boðun nýs hluthafafundar

 

Frestun og boðun nýs hluthafafundar

 

 

 

Á fundi stjórnar Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf (Atvest), þann 14. desember 2011 var tekið fyrir erindi Fjórðungssambands Vestfirðinga (FV) dags 8. desember 2011 um boðun hluthafafundar í samræmi við samþykktir félagsins.  Samþykkt var að hluthafafundur yrði haldinn mánudaginn 9. janúar 2012 og var hann boðaður með bréfi dags. 30. desember 2011.  Nú hefur hluthafi í félaginu óskað eftir að hluthafafundi verði frestað.  Annars vegar er bent á álitamál um tilgreinda fresti við boðun fundar samkvæmt samþykktum félagsins og misræmi í dagskrá fundarins varðandi tillögu um slit á félaginu.  Hinsvegar bendir hluthafi á að ósamkomulag sé í hluthafahópi til þessa erindis FV og telur mikilvægt að fresta hluthafafundi til að vinna að sátt um málið. 

 

Stjórn Atvest hefur fjallað um erindi hluthafa og hefur samþykkt að fresta boðuðum fundi þann 9. janúar 2012.

 

Nýr fundur er hér með boðaður mánudaginn 23. janúar 2012 kl 17.00 í fundarsal starfstöðvar félagsins að Árnagötu 2-4, Ísafirði í samræmi við 14. gr. samþykkta félagsins.  

 

Dagskrá.

 

1. Tillaga um félagsslit samkvæmt 34. gr. samþykkta félagsins

Á grundvelli erindis FV er borin upp tillaga að ákvörðun um félagsslit án gjaldþrotaskipta samkvæmt 34. gr. samþykkta félagsins og lögum um hlutafélög 2/1995. 

 

2. Tillaga um að FV yfirtaki starfssemi félagsins

Tillaga borin upp um að FV yfirtaki alla starfsemi Atvest  með tilheyrandi skuldbindingum m.a. gagnvart starfsmönnum félagsins og miðist rekstrarleg sameining við 1. janúar 2012.  Er það í samræmi við niðurstöðu aukaþings FV sem haldið var þann 25. nóvember 2011.

 

Tillagan er byggð á greinargerð sem sjá má á heimsíðu hér. 

 

3. Önnur mál

Önnur mál löglega upp borin.

 

 

 

Hluthafar geta kynnt sér samþykktir félagsins hér