| | |

Framtíð sjávarbyggða á Vestfjörðum

Haldin verður ráðstefna þann 22. september næstkomandi á Ísafirði um framtíð sjávarbyggða á Vestfjörðum, þar sem fjallað verður um stöðu Vestfjarða og framtíð.  Á ráðstefnunni verða margir af helstu sérfræðingum landsins um málið og eru bundnar vonir að ráðstefnan verði fjölsótt og leiði til upplýstrar umræðu um stöðu og framtíð svæðisins.  Sjávarútvegur er ein af lykilatvinnugreinum Vestfjarða, atvinnugreinin byggir á sjávarauðlindinni og er framtíð svæðisins samofin því hvernig til tekst að ná sem mestum verðmætum úr auðlindinni með sjálfbærum hætti.  Staða atvinnulífs og viðvarandi fólksflótti  á Vestfjörðum eru áhyggjuefni sem íbúar, sveitarstjórnarmenn, ríkisvald og atvinnulíf þurfa að hugsa um með lausnamiðuðum hætti.  Búið er að bjóða sveitarstjórnarmönnum, alþingismönnum og ráðherrum til ráðstefnunnar og það er von skipuleggjanda að íbúar og atvinnulíf fjölmenni á fundinn.  Markmið skipuleggjenda ráðstefnunnar er að ráðstefnan sjálf geti verið mikilvægt innlegg í upplýstri og faglegri umræðu um framtíð sjávarbyggða á Vestfjörðum og verður gefið út ráðstefnurit með greinum byggt á erindum fyrirlesara.   Það kostar ekkert inn á ráðstefnuna og þeir sem hafa áhuga á að koma á þessa ráðstefnu eru beðnir um að skrá sig á reception@uwestfjords.is  til þess að auðvelda skipulagningu ráðstefnunnar.

 

 

Dagskrá  22. Sept 2012.  Í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á meðan húsrúm leyfir. 

10.30     Setning ráðstefnu:  Fundarstjóri Berglind Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

10.45     Shiran Þórisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða :  Atvinnulífsgreining Vestfjarða

11.15     Dr. Þóroddur Bjarnason, prófessor hug- og félagsvísindasvið HA og formaður stjórnar Byggðastofnunar:  Framtíð sjávarbyggða á Vestfjörðum.

11.45     Hádegismatur

13.00     Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og prófessor við HI – Mikilvægi nýsköpunar fyrir atvinnulíf og nýsköpunarhugmyndir tengdar hafinu og sjávarútveg.

13.30     Dr. Daði Már Kristófersson, dósent í náttúruauðlindahagfræði: Samkeppnishæfni Sjávarútvegs, Ísland vs. Vestfirðir

14.00     Dr. Ögmundur Knútsson, forseti viðskipta- og raunvísindasvið HA

– Virðiskeðjan í sjávarútvegi og möguleikar á verðmætaaukningu innan hennar

14.30 Kaffi hlé

14.45     Sigríður Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands - Sjávartengd ferðaþjónusta og upplifunar ferðaþjónusta.

15.15     Dr. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís – Samvinna er burðarás árangurs.

15.45.  Pallborðsumræður stýrt af fundarstjóra:  Hver er framtíð Vestfirskra sjávarbyggða

16.30     Ráðstefnuslit