| | |

Framtíð olíuvinnslu í heiminum

Þriðjudaginn 16. október nk. mun dr. Mamdouh G. Salameh, olíuhagfræðingur og ráðgjafi World Bank, heimsækja Háskóla Íslands.

Af því tilefni heldur hann erindi sem hann nefnir: “Peak Oil: Myth or Reality?” og fjallar um stöðu olíuvinnslu í heiminum, framtíð hennar og þróun. Þar kemur m.a. fram að hámarksframleiðslu olíu í heiminum var náð á sl. ári og búist er við að hún fari minnkandi næstu ár með hækkandi olíuverði í kjölfarið.

Í umræðum um framtíð eldsneytis á Íslandi er forvitnilegt að heyra sjónarmið eins helsta sérfræðings heims á þessu sviði.

Erindið verður flutt kl 17:00 í húsakynnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Keldnaholti (áður húsakynni Iðntæknistofnunar), í tilefni af því að starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar í samvinnu við Háskóla Íslands o.fl. er að hefjast undir verkefnisheitinu “Carbon Center”.