| | |

Framkvæmdarstjóri Atvest lætur af störfum

Þorgeir Pálsson sem gengt hefur starfi framkvæmdarstjóra Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hefur látið af störfum hjá félaginu.

Af þeim sökum leitaði stjórn Atvinnuþróunarfélagsins til stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga um tímabundna aðkomu að framkvæmdastjórn félagsins og mun Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambandsins, taka að sér framkvæmdarstjórn Atvest tímabundið, samhliða núverandi störfum.

 

Fréttatilkynningu sem send var út þann 29. október sl. má sjá hér.