| | |

Fjögur verkefni vinna til verðlauna í Nýsköpunarkeppni Vestfjarða

Dómnefnd Í Nýsköpunarkeppni Vestfjarða hefur ákveðið hvaða fjórar viðskiptaáætlanir eru í efstu sætum keppninnar og hljóta verðlaun.

Við mat á viðskiptaáætlunum var m.a. skoðað nýnæmi, áhætta og jafnfram var tekið mið af uppbyggingu atvinnulífs á Vestfjörðum.

Þau verkefni sem voru í fyrstu fjórum sætunum eru:

  • Icelandic Fish Export sem er að hanna rekjanleikalausnir fyrir sjávarútvegsfyrirtæki.
  • Víur – ræktunarfélag fóðurskordýra sem stefnir á framleiðslu skordýraproteins.
  • Bíldalía er margmiðlunarverkefni sem samanstendur af hönnun og kynningu á ævintýralandinu Bildalian á veraldarvefnum.
  • Gullsteinn sem er að þróa vörulínu af lífrænum þara í formi fæðubótarefnis.

Ekki hefur verið upplýst um í hvaða sæti verkefnin raðast, en það verður tilkynnt á sérstakri verðlaunaafhendingu nk. föstudag.

Alls er verðlaunafé 14milljónir króna og skiptast þannig að 5milljónir eru fyrir fyrsta sæti, 4 milljónir eru fyrir annað sæti, 3 milljónir fyrir þriðja sæti og 2 milljónir fyrir fjórða sæti.

Nánari upplýsingar um keppnina er að finna á heimasíðu hennar nyskopunarkeppni.atvest.is.