| | |

Fagráð sem fjallar um konur og atvinnulíf á Vestfjörðum stofnað í dag

 

Atvinnuþróunarfélaga Vestfjarða ýtir í dag af stað fyrsta fagráði Atvest sem í þetta sinn fjallar um konur og atvinnulíf á Vestfjörðum.  Í fagráðinu eru þær; Birna Lárusdóttir (Ísafjarðarbæ), Berglind Hallgrímsdóttir (Nýsköpunarmiðstöð Íslands), Guðfinna Bjarnadóttir (fyrrverandi alþingsmaður), Inga Karlsdóttir (Landsbanki Íslands, Ísafirði) og Þóranna Jónsdóttir (Auði Capital).  Þeim er ætlað á næstu mánuðum að skoða og koma með tillögur um með hvaða hætti hægt er að efla og bæta framboð á menntun, námskeiðum og markaðs- og stjórnunarþjálfun til kvenna á Vestfjörðum og hvernig hægt er að auka fjármagn til þessara kvennatengdu verkefna.  Verkefnið tekur fyrst og fremst mið af vestfirskum aðstæðum, en niðurstöður þess munu eflaust nýtast  landinu öllu.  Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki fyrri hluta árs 2010 og verða niðurstöður þess þá kynntar opinberlega með viðeigandi hætti.
 
Það er mikill fengur af því að fá þessar konur til að miðla af sinni þekkingu og reynslu og eru bundnar miklar vonir við þetta fyrsta fagráð Atvest. Meiningin er síðan að ýta öðrum sértækum fagráðum af stað á næstunni, enda af nógu að taka í þeirri gerjun og sköpun sem nú á sér stað í atvinnulífi á Vestfjörðum. 
 
Atvest skorar á allar konur á Vestfjörðum sem vilja koma ábendingum og/eða hugmyndum til fagráðsins að beina þeim til eftirtalinna starfsmanna Atvest; Viktoríu Ránar Ólafsdóttur á Hólmavík, Guðrúnar Eggertsdóttur á Patreksfirði og Ásgerðar Þorleifsdóttur á Ísafirði.  Upplýsingar um netföng og síma starfsmanna eru á heimasíðu Atvest; www.atvest.is
 
Þetta fyrsta fagráð Atvest naut stuðnings menntamálaráðuneytisins í tíð fyrrverandi menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur.