| | |

Erum við leiðtogar - opinn fyrirlestur á vegum Atvest

Í tengslum við aðalfund Atvest, bjóðum við upp á opinn fyrirlestur sem ber yfirskriftina; Erum við leiðtogar? miðvikudaginn 27. maí n.k.

Þar munu Sigurjón Þórðarson og Hinrik Sigurður Jóhannesson, ráðgjafar frá CAPACENT ræða um hlutverk leiðtoga í verkefnum og almennu starfi fyrirtækja og stofnanna. Hvert er hlutverk leiðtoga? Hvernig veljum við leiðtoga og aðra liðsmenn í hópavinnu og almennu starfi fyrirtækja?

Þetta umfjöllunarefni tengist óbeint meginefni aðalfundarins, sem er; Hvernig getum við Vestfirðingar tekið leiðandi hlutverk í mótun landshlutaáætlunar, þar sem hagsmunir okkar eru betur tryggðir en áður? Erum við leiðtogar?

Fyrirlesturinn verður í sal Þróunarsetursins á Ísafirði kl 10.30-12.00. Vinsamlegast staðfestið mætingu á asgerdur@atvest.is eða í síma 450-3000.

Fyrirlesturinn er í boð atvest og því fundarmönnum að kostnaðarlausu.