| | |

Endurskupulagning stoðkerfis

Á 56. Fjórðungsþingi Vestfirðinga, sem haldið var í Bolungarvík 2. og 3. september s.l., var farið yfir stoðkerfi atvinnu og byggðaþróunar með það að markmiði að skoða skilvirkari og öflugri leiðir til að sinna því starfi. Niðurstaða þingsins var samþykkt eftirfarandi tillögu:

 

Skoða skal sameiningu Fjórðungssambands Vestfirðinga, Atvinnuþróunarféags Vestfjarða, Markaðsstofu Vestfjarða, Menningarráðs Vestfjarða og Vaxtarsamnings Vestfjarða, með það að markmiði að skapa stærri og öflugri einingu þar sem möguleikar eru á aukinni sérhæfingu starfsfólks. Einingin skal hafa eitt viðmót á öllum þremur starfsstöðvum.

 

Framkvæmd tillögunnar sem var samþykkt var að stofnaður yrði starfshópur, sem skipaður var sem hér segir; Albertína Fr. Elíasdóttir frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, Ómar Már Jónsson frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, Leifur Ragnarsson frá Menningarráði Vestfjarða, Sigurður Atlason frá Ferðamálasamtökum Vestfjarða og Arna Lára Jónsdóttir frá Vaxtasamningi Vestfjarða, með hópnum starfar einnig Díana Jóhannsdóttir verkefnastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga.

 

Niðurstaða þessa starfshóps verður svo kynnt á auka Fjórðungsþingi í lok október, þar sem lögð verður fram tillaga um framtíðarfyrirkomulag stoðkerfisins.

 

Sett hefur verið upp vefsvæði innan vefsíðu Atvest, undir flipanum Endurskipulagning stoðkerfis.  Þar mun starfshópurinn koma á framfæri upplýsingum, enda mikilvægt að öll vinna sem fari fram sé sýnileg.