| | |

Dynjandisheiði 50 ára

 

 

 

Áhugahópur manna og kvenna á Vestfjörðum hefur ákveðið að efna til hátíðahalda vegna þeirra tímamóta að 50 ár verða í haust síðan vegur var lagður um Dynjandisheiði og akvegasamband komst á milli byggðarlaga á Vestfjörðum og milli Reykjavíkur og Ísafjarðar.
 
Jafnframt er vakin athygli á því að þörf er á áframhaldandi framförum í vegagerð til þess að tengja saman byggðirnar með fullnægjandi hætti miðað við kröfur nútímans.
 
Ætlunin er að koma saman á Dynjandisheiði af þessu tilefni fimmtudagskvöldið 16. júlí  frá kl. 19.00 til 21.00.
 
Dagskrá verður send út síðar í vikunni svo og frekari tilkynningar.
 
Hópurinn nýtur stuðnings sveitarfélaga og ýmissa samtaka á Vestfjörðum.
 
Talsmenn hópsins sem veita frekari upplýsingar um málið eru eftirfarandi og eru fjölmiðlar beðnir að hafa samband við þá:
 
Sigmundur Þórðarson, Þingeyri gsm: 863 4235
Magnús Hansson, Patreksfirði gsm 868 1934