| | |

Brennið þið Vitar - Bjartangaviti

Mikil stemning var við opnun gjörningsins á Bjargtöngum „Brennið þið, vitar“ sem opnuð var sunnudaginn 17. maí sl. Það voru Listahátíð í Reykjavík, Menningarráð Vestfjarða og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða ásamt Siglingastofnun sem buðu til sýningarinnar. Curver Thoroddsen listamaður bauð gestum að sjá og borða gjörninginn sem voru Vestustu Lundapizzur í Evrópu. Hann framreiddi þær í Bjargtangavita. Um fimmtíu manns komu til opnunarinnar og hafði fólk á orði að einstaklega gaman væri að svona óvenjulegt atriði væri sett upp á Bjargtöngum vestasta odda Evrópu. Að formlegri athöfn lokinni á Bjargtöngum bauð Menningarráð Vestfjarða til kaffisamsætis í Breiðuvík. Boðið verður upp á Lundapizzur í sumar frá fimmtudegi til sunnudags í Bjargtangavita Vestasta odda Evrópu.