| | |

Auglýstir hafa verið tveir umsóknarfrestir undir Nýsköpunaráætlun ESB

Umsóknarfrestur vegna verkefnisins „Entrepreneurial culture of young people, and entrepreneurship education" hefur verið auglýstur og er til 20. Apríl 2009. Í verkefninu er lögð áhersla á þjálfun kennara, þróun kennsluefnis fyrir ungt fólk og myndun tengslaneta. Nánari upplýsingar, vinnuáætlun og leiðbeiningar fyrir umsækjendur er að finna hérna.


Einnig hefur verið auglýstur umsóknarfrestur vegna verkefnisins „Networks for the competitiveness and sustainability of European tourism" en hann er til 30. júní 2009. Í því verkefni er lögð áhersla á að styðja við samstarfsnet, svæðisbundið og milli svæða og að miðla þekkingu til fyrirtækja um góða viðskiptahætti sem og stuðla að aukinni nýsköpun innan ferðaþjónustunnar. Nánari upplýsingar, vinnuáætlun og leiðbeiningar fyrir umsækjendur er að finna hérna.


Allar nánari upplýsingar veitir Arnheiður Elísa Ingjaldsdóttir hjá Evrópumiðstöð Impru í síma 522 9000 eða á netfangið arnheiduri@nmi.is