| | |

Auglýst eftir IPA-verkefnistillögum

 

Fjórðungssamband Vestfirðinga vill vekja athygli á því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst eftir hugmyndum að IPA-verkefnum á Íslandi, en markmið þeirra er að undirbúa mögulega þátttöku í uppbyggingarsjóðum ESB komi til aðildar að sambandinu.

 

Auglýst er eftir verkefnum á sviði:

  • Atvinnuþróunar og byggðamála
  • Velferðar- og vinnumarkaðsmála

Til ráðstöfunar eru u.þ.b. 8,3 milljónir evra. Stefnt er að því að verja þeim til allt að 20 verkefna um allt land á árinu 2013.

Verkefni skulu taka mið af „Ísland 2020“ stefnumörkuninni og vera unnin í samstarfi a.m.k. þriggja aðila. Lágmarksstyrkur til hvers verkefnis er 200 þús. evrur og að hámarki ein milljón evra.

 

Umsóknarfrestur er til 30. nóvember 2012.

Nánari upplýsingar og gögn er að finna á ef Byggðastofnunar