| | |

Atvest á Stefnumóti á Ströndum.

 

Atvinnu og menningarsýningin Stefnumót á Ströndum var opnuð í Félagsheimilinu á Hólmavík sl. laugardag en á sýningunni taka um 60 sýningaraðilar þátt,  allt frá Hrútafirði, norður í Ófeigsfjörð og yfir í Djúp. Sýningin sem verður opin til 15. september er afar áhugverð og fjölbreytt og hvetur Atvest alla þá sem eiga leið á Strandir að gera sér ferð í Félagsheimilið. Atvest tekur að sjálfsögðu þátt í sýningunni og myndir frá opnuninni má sjá hér.