Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu Átaki til atvinnusköpunar. Veittir eru styrkir til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja.
Markmið verkefnisins
- Að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlotið gætu frekari fjármögnun sjóða og fjárfesta.
- Að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða frumkvöðla og fyrirtækja.
Sérstök áhersla er lögð á
- Verkefni sem skapa ný störf
- Nýsköpun og/eða samstarfsverkefni sem byggir á hönnun
- Nýsköpun sem á sér stað í klasasamstarfi
- Verkefni sem eru að stíga fyrstu skref á alþjóðamarkaði
Styrkur getur að hámarki numið 50% af heildarkostnaði verkefnis. Ekki eru veittir styrkir til fjárfestinga s.s. í tækjum og búnaði.
Frekari upplýsingar og rafræn umsóknarform eru á www.nmi.is
Beiðni um upplýsingar og aðstoð má senda á netfangið hildur@nmi.is sem og til undirritaðrar.