| | |

Afhending verðlauna í Nýsköpunarkeppni Vestfjarða

Vaxtarsamningur Vestfjarða og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða héldu nýlega nýsköpunarkeppni á Vestfjörðum. Fjórtán nýsköpunarhugmyndir bárust í keppnina og voru þær afar fjölbreyttar. Keppnin er liður í því að auka og styðja við nýsköpun á svæðinu enda er nýsköpun ein af forsendum vaxtar. Hugmyndirnar sem bárust í keppnina eru eftirfarandi:


Fiskrækt og seiðaeldi 
Vefsíðuvakinn - hugbúnaðargerð
Artic Circle – vínframleiðsla úr bláberjum 
Gyða - rafvæddur farþegabátur 
Kerecis – lækningavörur úr fiskroði
Fossadalur – fluguveiðihjól og nýr bremsubúnaður fyrir veiðihjól 
Fasanarækt
Straumhjól – hverfill fyrir virkjun sjávarstrauma
Lífvinnslan – Vinnsla á kítíni úr rækjuskel 
Fittings – fittings unnið úr stál rörum
Sjúkralyfta – bílalyftubúnaður fyrir fatlaða 
Tankurinn – hljóðver 
Flakavinnsla – nýjar vinnslu og meðhöndlunaraðferðir fyrir fiskvinnslu

Ferðaþjónustan Arnardal - Til móts við fornan sið

Næstkomandi föstudag 5. Júní stendur til að veita þeim hugmyndum sem sköruðu fram úr verðlaun. Afhendingin verður í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða í Þróunarsetrinu á Ísafirði frá kl. 12.00-13.00, boðið verður upp á léttar veitingar. Afhendingin er opin öllum þeim sem hafa áhuga á nýsköpun og atvinnuuppbyggingu svæðisins.