| | |

Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða - Hvernig tryggjum við sérstöðu og hagsmuni Vestfjarða

Atvest boðar nú til aðalfundar, miðvikudaginn 27. maí n.k. kl 17-19 í Náttúrugripasafninu í Bolungarvík.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða flutt erindi sem snúa að þessu hagsmunamáli vestfirðinga; hvernig má tryggja sérstöðu Vestfjarða í þeirri uppbyggingu sem framundan er á Íslandi. Hvernig getum við komið sérstöðu atvinnulífs og samfélags á Vestfjörðum sem best á framfæri og þá hvar og hvenær? Hvernig er hægt að bæta samkeppnisstöðu atvinnulífs á vestfjörðum?

 

Atvest og Fjórðungssamband Vestfirðinga hafa ákveðið að gera svokallaða landshlutaáælun sem mun undirstrika sérstöðu Vestfjarða umfram önnur landssvæði. Þessa sérstöðu þurfum við að kynna vandlega og markvisst fyrir stjórnvöldum og fá viðurkenningu þeirra á henni. Slík viðurkenning er forsenda frekari uppbyggingar atvinnulífs og samfélags. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða vonast til að þú sjáir þér fært að mæta.

 

Vinsamlegast staðfestið þátttöku á fundinn á atvest@atvest.is eða í síma 450-3000