| | |

ATVEST og Fjórðungssamband Vestfjarða eru Vestfjarðastofa

Að auki er Markaðsstofa Vestfjarða hluti af Vestfjarðastofu. Fram að birtingu nýrrar vefsíðu birtast fréttir aðallega á síðu Fjórðungssambandsins, www.vestfirdir.is og á fésbók undir ,,Vestfjarðastofa". Á Vestfjarðastofu vinna þeir sömu og áður voru á fyrri tveimur vinnustöðunum. 

Miklar mannabreytingar urðu þó á árunum 2016-18. Sigríður Kristjánsdóttir, sem áður var hjá Nýsköpunmarmiðstöð Íslands, Ísafjarðareiningunni, tók við forstöðu Vestfjarðastofu í mars 2018. Nú hafa tveir starfsmenn bæst við í Vesturbyggð, Silja Baldvinsdóttir og Þórkatla Soffía Ólafsdóttir. Að auki hefur Agnes Agnarsdóttir verið ráðin til að halda utan um verkefnið um brothætta byggð í Dýrafirði (Öll vötn til Dýrafjarðar). Á svæðinu Árneshreppur-Kaldrananes-Strandabyggð-Reykhólahreppur eru Skúli Gautason menningarfulltrúi og María Maack til taks. Skúli er tengiliður við verkefnið brothætt byggð í Árneshreppi (Áfram Árneshreppur) og heldur til á Þrónuarsetrinu á Hólmavík. María er til skiptis á Hólmavík og á hreppsskrifstofunni á Reykhólum. 

Strangari eftirfylgni er nú með þeim fjármunum sem ríkissjóður ver til byggða og menningarmála en þeir sem nýta sér þjónustu Vestfjarðastofu eiga ekki að verða varir við miklar breytingar. Búist er við að starfsemin verði skilvirkari eftir samrunann. Vestfjarðastofa notast einnig við fésbók til að koma fréttum og tilkynningum á framfæri. Fjóðrungsþing verða áfram helsti vettvangur sveitarstjórnarmanna til að álykta til handa þjónustueiningarinnar Vestfjarðastofu.