| | |

Átak til nýsköpunar

Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMI) auglýsir eftir umsóknum í átak til nýsköpunar.  Styrkirnir eru ætlaðir þeim sem eru að þróa viðskiptahugmyndir eða þurfa stuðning við sölu. Umsóknir má senda fram til 18. apríl, 2017.  Á siðu NMI eru allar upplýsingar og umsóknareyðublað. Áætlunni er lýst þannig: 

Umsóknir fyrir barnamenningu

List fyrir alla er áætlun sem býður styrki til að halda menningarviðburði fyrir börn, efla menningu sem sköpuð er af börnum eða með þeirra þátttöku. Sótt er um á www.listfyriralla.is/barnamenning fram til 29. mars. 

Helst er höfðað til listamanna og annarra sem sinna barnamenningu í tónlist, sviðslistum, myndlist og ekki síður þar sem farið er inn á nokkur svið lista og menningar. Umsóknarferlinu hefur verið breytt þannig að ekki er sótt lengur til RANN'IS. Gott er að hafa nokkuð nákvæma áætlun tiltæka áður en umsókn er fyllt út. 

Prófanir á jarðhita á Reykhólum

Holan við sundlaugina er afar aflmikil
Holan við sundlaugina er afar aflmikil
1 af 2

Vikuna 13.-16. febrúar hafa staðið yfir á Reykhólum mælingar á heitavatnsholum. ISOR mætti með rannsóknastöð í sendibíl og höfðu krakkarnir ómældan áhuga á að kíkja inn og velta fyrir sér tölvubúnaði og línuritum. Sigurður Garðar Kristjánsson fór fyrir flokknum. Móttökuliðið var ekki lakara; starfsmenn Orkubúsins stóðu vaktina dyggilega með þeim, þar á meðal Guðmundur á Grund. Í vikunni áður höfðu suðumenn í nógu að snúast (Ingimundur, frá OV) við að sjóða fyrir göt á leiðslum, endurnýja lagnir undir gatnamótum (Brynjólfur Smárason) hækka borholuhús og festa stúta á holutoppa.

Örnámskeið um gerð styrkumsókna

Haldin verða nokkur námskeið í gerð styrkumsókna, en á miðnætti mánudagsins 9. janúar rennur út umsóknarfrestur í Uppbyggingasjóð Vestfjarða

Þeir Skúli Gautason menningarfulltrúi Fjórðungssambands Vestfirðinga og Valgeir Ægir Ingólfsson atvinnumálafulltrúi, halda örstutt námskeið í gerð umsókna og bjóða upp á viðtöl í kjölfarið

Námskeiði verður á eftirtöldum stöðum:

Birkimelur                     3. janúar kl 14:00

Skor Patreksfirði            3. janúar kl 17:00

Skrímslasetrið Bíldudal    3. janúar kl 20:30

Hópið Tálknafirði             4. janúar kl 12:00

Bókasafnið Reykhólum    4. janúar kl 17:00

 

Þekkingarsetrið, Vestrahúsinu Ísafirði    5. janúar kl:14:00

Magnea Garðarsdóttir starfsmaður Atvest mun halda námskeiðið á Ísafirði

 

Vonum að sem flestir nýta sér þessi námskeið, en þau eru ókeypis og öllum opin.