| | |

ATVEST og Fjórðungssamband Vestfjarða eru Vestfjarðastofa

Innan skamms mun fara í loftið nýr vefur sem tekur við af bæði vef Fjórðungssambandins og ATVEST. Þetta helgast að sjálfsögðu af því að nú hafa þessar þjónustueiningar runnið saman. Starfsemi Vestfjarðastofu verður á sama hátt helguð atvinnuþróun og byggðamálum enda tengjast málaflokkarnir iðulega. Að auki er Markaðsstofa Vestfjarða hluti af Vestfjarðastofu. 

Íbúakönnun

Niðurstöður íbúakönnunar eru væntanlegar. Þátttakan var nokkuð misjöfn en reyndist lang best á norðanverðum Vestfjörðum og lökust á svæðinu Árneshreppur-Kaldrananes- Strandabyggð og Reykhólahreppur. Vegna slælegrar þátttöku í þessum fámennu sveitarfélögum er ekki hægt að skilja að svörin milli þessara 4 sveitarfélaga.