| | |

Fréttir hér neðar á síðu ATVEST

ATVEST síðan birtir jafnóðum í fréttum (neðar) hvað er efst á baugi, umsóknarfersti og slíkt. En fastir liðir, t.d. viðskiptaáætlanir, yfirlit sjóða og greiningar eru með undirsíður.  Greiningar og verkefni eru að stærstum hluta unnin með stuðningi og fjármagni frá Sóknaráætlun landshlutanna og í samræmi við Sóknaráætlun Vestfjarða  Kynnið ykkur  Greiningar á Vestfjörðum sem eru t.d. á sérvef. 

Nánar »

Viðskiptaáætlanir

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (ATVEST) styður við frambærilegar nýsköpunarhugmyndir. Starfsmenn veita faglega ráðgjöf handa frumkvöðlum sem hyggja á stofnun fyrirtækis og starfsemi sem eflir atvinnulíf og menningu.  

Nánar »

Viðburðir

Kynning á sjóðum RANNÍS - nýir styrktarflokkar 25. ágúst kl 10

Opið er í umsóknir til Rannís fram til 15. september. Stutt kynning var haldin í húsi Þróunarseturs Vestfjarða fimmtudag 25. ágúst kl 10. Sjá fréttir hér neðar

Opið málþing um sjávareldi maí 2016

Nánar »

Átak til nýsköpunar

Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMI) auglýsir eftir umsóknum í átak til nýsköpunar.  Styrkirnir eru ætlaðir þeim sem eru að þróa viðskiptahugmyndir eða þurfa stuðning við sölu. Umsóknir má senda fram til 18. apríl, 2017.  Á siðu NMI eru allar upplýsingar og umsóknareyðublað. Áætlunni er lýst þannig: 

Umsóknir fyrir barnamenningu

Prófanir á jarðhita á Reykhólum

Vikuna 13.-16. febrúar hafa staðið yfir á Reykhólum mælingar á heitavatnsholum. ISOR mætti með rannsóknastöð í sendibíl og höfðu krakkarnir ómældan áhuga á að kíkja inn og velta fyrir sér tölvubúnaði og línuritum. Sigurður Garðar Kristjánsson fór fyrir flokknum. Móttökuliðið var ekki lakara; starfsmenn Orkubúsins stóðu vaktina dyggilega með þeim, þar á meðal Guðmundur á Grund. Í vikunni áður höfðu suðumenn í nógu að snúast (Ingimundur, frá OV) við að sjóða fyrir göt á leiðslum, endurnýja lagnir undir gatnamótum (Brynjólfur Smárason) hækka borholuhús og festa stúta á holutoppa.