| | |

Ferðaupplýsingar og gisting

Hvernig kemst ég til Patreksfjarðar

Akandi alla leið
Ekið frá Reykjavík til Patreksfjarðar um Bröttubrekku, ca. 400 km. Ekið er út af þjóðvegi 1 og haldið eftir þjóðvegi 60 um Bröttubrekku, Dali, yfir Gilsfjörð og út Breiðafjörð norðanverðan uns komið er í Vatnsfjörð. Þar er skipt yfir á þjóðveg 62 og lokaspretturinn ekinn um Barðaströnd, yfir Kleifaheiði og inn í mynni Patreksfjarðar. 

Með flugi 
Westfjords Adventures býður upp á sérstakan pakka sem felur í sér flug frá Reykjavík til Bíldudals og frá Bíldudal til Reykjavíkur, skutl til og frá Bíldudalsflugvelli á Patreksfjörð, gistingu eina nótt og morgunverð. 

Verð

  • Einstaklingsherbergi á Fosshótel Vestfirðir:             52.250 kr. á mann
  • Tveggja manna herbergi á Fosshótel Vestfirðir:       45.500 kr. á mann
  • Einstaklingsherbergi á Stekkabóli:                          43.550 kr. á mann
  • Tveggja manna herb. á Stekkabóli:                        43.050 kr. á mann
  • Flug fram og tilbaka / Reykjavík-Bíldudalur              33.350 kr. á mann
  • Flug önnur leið / Reykjavík-Bíldudalur                     16.675 kr. á mann

Flogið er frá Reykjavík fimmtudaginn 3. október kl. 13:00 - lending á Bíldudal kl. 13:40.    Rútuferð frá Bíldudalsflugvelli á Patreksfjörð. Valið um að gista á Fosshótel Vestfirðir eða    Gistiheimilinu Stekkabóli. Rútuferð frá Patreksfirði á Bíldudalsflugvöll. Flogið frá Bíldudal kl.        19:00 föstudaginn 4. október. Einnig er hægt bóka flug til og frá Patreksfirði aðra daga.

Akandi og með ferjunni Baldri
Ekið er í Borgarfjörð og Borgarnes en fljótlega beygt út af á Vatnaleið, þjóðveg 54, í Stykkishólm á Snæfellsnesi en þaðan fer ferjan Baldur yfir Breiðafjörð. Hún kemur að landi við Brjánslæk og er þar haldið eftir þjóðvegi 62 yfir Kleifaheiði inn í mynni Patreksfjarðar. Það tekur um 2 og 1/2 klst. að fara með ferjunni yfir Breiðafjörð. Keyrt er á bundnu slitlagi alla leið. Westfjords Adventures getur séð um að bóka í ferjuna Baldur fyrir ráðstefnugesti. Verð: Fullorðinn: 4.080 kr. önnur leið / bifreið: 4.080 kr. önnur leið.

Á bílaleigubíl
Westfjords Adventures getur einnig útvegað ráðstefnugestum bílaleigubíl á mjög góðum kjörum. Vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst áinfo@westfjordsadventures.com eða með því að hringja í síma 456-5006 / 690-8025.

 

Gisting á Patreksfirði


Fosshótel Vestfirðir:

Eins manns herbergi með morgunverði                   15.900 kr.

Tveggja manna herbergi með morgunverði              18.300 kr.

 

     Gistiheimilið Stekkaból:

Eins manns herbergi með morgunverði                     7.200 kr.

Tveggja manna herbergi með morgunverði              13.400 kr.

 

Einnig eru fleiri gistimöguleikar á Patreksfirði og nágrenni. Nánari upplýsingar hjá Westfjords Adventures.