| | |

Sjávarútvegsráðstefnan 2012

Hér fyrir neðan er að finna pdf skjal með samantekt erinda sem haldin voru á ráðstefnu um Framtíð Vestfirskra Sjávarbyggða. Ráðstefnan var haldin 22. september í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og voru ráðstefnugestir um 70 manns. Ráðstefnan var samstarfsverkefni Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Háskólaseturs Vestfjarða, Fjórðungssambands Vestfirðinga, Matís og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Fyrirlesararnir voru:
• Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon,
forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar og prófessor við HÍ –

• Dr. Þóroddur Bjarnason,
prófessor hug- og félagsvísindasvið HA og formaður stjórnar Byggðastofnunar

• Dr. Daði Már Kristófersson,
dósent í náttúruauðlindahagfræði

• Dr. Ögmundur Knútsson,
forseti viðskipta- og raunvísindasviðs HA

• Sigríður Kristjánsdóttir,
verkefnisstjóri NMÍ á Ísafirði

• Dr. Sveinn Margeirsson,
forstjóri Matís

• Shiran Þórisson,
framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða

Fundarstjóri var Berglind Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Fyrirlestrana í heild sinni má einnig horfa á, á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á slóðinni: www.nmi.is/utgafa/myndboend/stjornun/framtid-sjavarbyggda/