| | |

Sjávarútvegsráðstefna - 6.september 2013

Ráðstefnan fór fram í blíðskaparveðri samkvæmt dagskrá föstudaginn 6.september sl.

Hér til hliðar er hægt að sjá glærur frá fyrirlesurum.

Hér fyrir neðan er fréttatilkynning frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða ehf. Hægt er að nálgast hana á pdf formi hér.

Fréttatilkynning vegna Sjávarútvegsráðstefnu

Þann 6.september s.l. var haldin sjávarútvegsráðstefna á Ísafirði árherslur ráðstefnunnar voru rannsóknir og þróun í sjávarútvegi ásamt gæða og markaðsmálum sjávarútvegs. Sérstök áhersla  lögð á vestfirskan sjávarútveg og samkeppnishæfni hans.  Ráðstefnuna setti Sigurður Ingi Jóhannsson, Auðlinda, sjávarútvegs og umhverfisráðherra sem var sótt af rúmlega 90 manns. 

Í erindi sínu talaði ráherra um tækifæri í sjávarútvegi Vestfjarða sem væru einna helst fólgin í þekkingu svæðisins á sjómennsku og nálægð við auðlind því væri mörg tækifæri fyrir svæðið.

Þrátt fyrir þá sérstöðu að smábátaútgerð á Vestfjörðum væri mikilvægari en annarsstaðar á landinu gæti sóknarfæri Vestfjarða einmitt verið í útgerð þeirra.  Smábátaútgerð væri að mörgu leiti hliðholl umhverfi sínu.  Sérstaða svæðisins til framtíðar væri því hágæða fiskur með umhverfisvænum veiðum undir ábyrgri stjórnun sem mætti m.a. upprunamerkja.  Sækjast ætti eftir meiri gæðum og hærra verði.  Slíkar áherslur gætu skapað sérstöðu og gert ímynd Vestfjarða skýrari á mörkuðum.

Ráherra velti þeirri spurningu fram hvort nýta mætti veiðigjöldin með öðrum hætti t.d. á Vestfjörðum að hluti veiðigjalda færi til byggðarlaga?  Þá ekki endilega eingöngu til sjávarútvegs í byggðunum heldur til uppbyggingu samfélags þeirra. Sem gæti stuðlað að bættri þjónustu og mannlífi á Vestfjörðum.

Í lok ráðstefnunnar skrifuðu Atvinnuþróunarfélag Vestfjara og Matís undir samstarfssamning sem snýr að því að efla samkeppnishæfni sjávarútvegs með því að skoða tæknilega stöðu sjávarútvegs og virðiskeðjuna nánar með áherslu á þau tækifæri sem hægt væri að hagnýta.

Fyrir áhugasama og þá sem ekki gátu sótt ráðstefnuna þá eru fyrirlestrar frá ráðstefnunni eru aðgengilegir hér á síðunni.

Upphafleg kynning á ráðstefnunni:

Þann 6.september 2013 verður haldin á Ísafirði Sjávarútvegsráðstefnan 'Markaðsmál sjávarútvegs í ljósi rannsókna og þróunar'.

á ráðstefnunni verður fjallað um rannsóknir og þróun í sjávarútvegi ásamt gæða og markaðsmálum sjávarútvegs. Sérstök áhersla verður lögð á vestfirskan sjávarútveg og samkeppnishæfni.

Ráðstefnan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir og ekkert ráðstefnugjald. Skráning á ráðstefnuna er hjá Þróunarsetri Vestfjarða, sími 450 3000 og í reception@uwestfjords.is