| | |

OPIÐ MÁLÞING UM SJÁVARELDI mai 2016

Þann 10.maí 2016 var haldið opið málþing um sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Málþingið var haldið af Landssambandi Fiskeldisstöðva (www.lf.is).

 

 

Fiskeldismál hafa verið í brennidepli á norðanverðum vestfjörðum eftir að Arnarlax sótti um 10.000 tonna eldisleyfi í Jökulfjörðum. Fjölmörg erindi voru flutt á málþinginu:


Höskuldur Steinarsson, fráfarandi stjórnarformaður Lands- sambands fiskeldisstöðva: Fiskeldi á Íslandi, staða og horfur.

 


Jón Páll Hreinsson, verkefnisstjóri ATVEST: Klasasamstarf fiskeldisfyrirtækjanna á Vestfjörðum.

 

 

Valeir Ægir Ingólfsson, verkefnisstjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða fjallaði um Fiskeldisklasa Vestfjarða og starfsemi innan hans.Gunnar Davíðsson, deildarstjóri hjá atvinnuþróunardeild fylkisstjórnar Troms fylkis í Norður-Noregi: Skipulagsmál og meðhöndlun hagsmunaárekstra við upp byggingu laxeldis í Norður Noregi.

Hægt er að nálgast ítarlegri útgáfu af fyrirlestri með tilvísinum í myndbönd, kort og fréttir með því að nota hlekkin hér fyrir neðan.

https://kystplantroms.maps.arcgis.com/apps/MapJournal/index.html?appid=b2bcda712ec847baa652627f27316ddcGísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma hjá MAST: Staða heilbrigðismála í fiskeldi. 

 

Pétur G. Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps fjallaði um 'Fiskeldi eða ferðaþjónusta – Fiskeldi OG ferðaþjónusta'. 

 

Indriði Indriðason, oddviti Tálknafjarðarhrepps fjallaði um hagræn áhrif fiskeldis í Tálknafjarðarhreppi.